Upplýsingaóreiða á ófriðartímum - hádegismálþing
Rannsóknasetur um fjölmiðlun og boðskipti við Háskóla Íslands og Blaðamannafélag Íslands í samstarfi við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála boða til málþings um opinbera styrki til einkarekinna fjölmiðla mánudaginn 7. febrúar kl. 17-19 í húsakynnum Blaðamannafélags Íslands, Síðumúla 23.
Frummælendur eru: Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar - Eiríkur Bergmann, prófessor við Háskólann á Bifröst - Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands. Fyrirspurnum og umræðum í málstofulok stýrir Njörður Sigurjónsson, prófessor og forseti félagsvísindadeildar Háskólans á Bifröst. Málstofan er opin öllum og er þátttakendum að kostnaðarlausu. Áhugasömum er vinsamlegast bent á að skrá sig.